Margeir Steinar Ingólfsson

Margeir Steinar Ingólfsson, ráðgjafi í markaðssetningu hjá Hugsmiðjunni.

Margeir hefur starfað í fjölda ára hjá Hugsmiðjunni og haldið þar vinsæl námskeið fyrir einstaklinga og fyrirtæki í markaðssetningu og samfélagsmiðlun. Margeiri er margt til lista lagt, en auk þess að vinna við ráðgjöf og námskeiðahald, semur hann tónlist og er án vafa einn allra vinsælasti plötusnúður landsins. Utan hefðbundinnar og óhefðbundinnar vinnu stundar Margeir fjallaskíði og jóga. Og hann kemst næstum því í splitt!