Leið matvæla í kæla og frysta stórverslana er oft löng og flókin. Á þessu námskeiði verða nemendur kynntir fyrir hráefnum sem öll eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í Önundarfirði. Farið verður yfir ferlið sem gerir hráefnið að matvælum. Hvað þarf að eiga sér stað til að hráefnið verði til? Hvenær best er að nálgast hráefnið og geyma? Auk nokkurra aðferða við að útbúa úr því lokaafurð.
Eftir að nemendur hafa kynnst eðli og eiginleikum hráefnisins gefst þeim tækifæri til að prufa sig áfram við að útbúa áður óþekkt matvæli.
Völundur Snær Völundarson
matreiðslumaður
Völundur útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 1994. Eftir útskrift hélt hann til Frakklands og síðan til Bandaríkjanna til að afla sér dýrmætrar starfsreynslu. Hann flutti svo til Bahama eyja þar sem hann starfrækti veitingstaði sem eru enn í fullum blóma. Völundur hefur skrifað nokkrar matreisðlubækur og framleitt sjónvarpsþáttaseríu. Hann fékk alþjóðlegar viðurkenningar fyrir bókina Delicious Iceland og í framhaldinu voru gerðir samnefndir þættir sem voru sýndir í yfir 50 löndum um heim allan.
Völundur hefur mikla þekkingu og vald á íslensku hráefni auk þess að vera mikill útivistarmaður. Hann hefur undanfarin ár unnið mikið með íslenskan þara, þá bæði vöruþróun og vinnslumöguleika á honum. Hann er jafnframt mikill áhugamaður um ísskurð og veit fátt skemmtilegra en að skera út klakalistaverk.