Matarkistan

Matarkistan Önundarfjörður

Leið matvæla í kæla og frysta stórverslana er oft löng og flókin. Á þessu námskeiði kynnast nemendur mismunandi hráefnum sem eiga uppruna sinn í Önundarfirði. Farið verður yfir ferlið sem gerir hráefnið að matvælum. Hvað þarf að eiga sér stað til að hráefnið verði til? Hvenær best er að nálgast hráefnið og geyma? Einnig verður farið yfir nokkrar aðferðir við að útbúa úr því lokaafurð. Eftir að nemendur hafa kynnst eðli og eiginleikum hráefnisins fá þeir tækifæri til að prófa sig áfram í þeim tilgangi að útbúa áður óþekkt matvæli.

Námskeiðið kennir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, matargerðarkona

https://lydflat.is/kennarar-2/johanna/