Matarkistan

Matarkistan Önundarfjörður

Leið matvæla í kæla og frysta stórverslana er oft löng og flókin. Á þessu námskeiði verða nemendur kynntir fyrir hráefnum sem öll eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í Önundarfirði. Farið verður yfir ferlið sem gerir hráefnið að matvælum. Hvað þarf að eiga sér stað til að hráefnið verði til? Hvenær best er að nálgast hráefnið og geyma? Auk nokkurra aðferða við að útbúa úr því lokaafurð.

Eftir að nemendur hafa kynnst eðli og eiginleikum hráefnisins gefst þeim tækifæri til að prufa sig áfram við að útbúa áður óþekkt matvæli.

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, matargerðarkona, leikkona og rithöfundur

Jósa brennur af áhuga og ástríðu yfir öllu því sem tengist mat og því sem til fellur í náttúrunni og má nýta til matreiðslu ljúfmetis. Jósa hefur síðastliðin 11 sumur starfað sem kokkur í Flatey á Breiðafirði þar sem þessi ástríða hennar hefur vaxið og dafnað.