Miðlun og markaðssetning

Miðlun og markaðssetning

Markmið námskeiðs er að nemendur öðlist þekkingu og færni til miðlunar og markaðssetningar á eigin efni. Sérstök áhersla verður á stafræna- og samfélagsmiðla og munu nemendur kynnast mismunandi eiginleikum og tækifærum sem ólíkir miðlar bjóða uppá. Nemendur munu læra að nýta sér sérhæfða en gríðarlega öfluga möguleika samfélagsmiðla í markaðsstarfi. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum í bland við vinnustofur.

Júlía Skagfjörð, ráðgjafi í rafrænni markaðssetningu.

Júlía er menntuð viðskiptafræðingur og hefur starfað við ýmis rafræn markaðsmál, unnið á auglýsingastofum og sinnt kennslu í Háskóla Íslands og Listháskóla Íslands. 

Hennar helsta “guilty pleasure” er að horfa á Survivor og er hún í Survivor “fantasy” deild á Íslandi.