Miðlun og markaðssetning

Miðlun og markaðssetning

Markaðsetning er öflugt verkfæri til að koma upplýsingum og þekkingu á framfæri, tengja fólk saman og vekja athygli fólks en einnig til að auka sölu á vörum. Hvenær virkar markaðssetning  vel og hvenær virkar hún ekki? Með nemendum munum við skoða með gagnrýnum augum á  auglýsingar og  greina þær  bestu og verstu.

Við munum skoða hvað það er sem hefur áhrif á okkar val, hvort sem það er sjónrænt eða önnur skynáhrif sem hafa sálfræðileg áhrif á ákvarðanatöku okkar. Nemendur munu síðar verða markaðsstjórar í  ímynduðu fyrirtæki og læra að skapa vörumerki og finna út hvaða markaðsaðferðir og markaðssetning sé best fyrir þeirra vöru.

Juraj Hubinák
verkefnastjóri og ráðgjafi í rafrænni markaðssetningu

Juraj starfaði við markaðsmál í Prag, Tékklandi, fyr­ir vörumerki eins og Chupa Chups, Mentos, Johnnie Wal­ker og Tesco. 

Hann er með doktorsgráðu í leiklistarfræðum frá Leiklistarakademíunni (VŠMU) í Bratislava í Slóvakíu og meistaragráðu á sama sviði frá Charles-de-Gaulle háskóla í Lille í Frakklandi.

Juraj er með 15 ára reynslu af markaðsstörfum, samfélagsmiðlum, verkefnastjórnun og listrænum verkefnum í sjónvarpi og leikhúsum. Hann er auk þess sjálfstætt starfandi rithöfundur og leikstjóri.