Miðlun og markaðssetning

Miðlun og markaðssetning

Markmið námskeiðs er að nemendur öðlist þekkingu og færni til miðlunar og markaðssetningar á eigin efni. Sérstök áhersla verður á stafræna- og samfélagsmiðla og munu nemendur kynnast mismunandi eiginleikum og tækifærum sem ólíkir miðlar bjóða uppá. Nemendur munu læra að nýta sér sérhæfða en gríðarlega öfluga möguleika samfélagsmiðla í markaðsstarfi. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum í bland við vinnustofur.

Margeir Steinar Ingólfsson, ráðgjafi í markaðssetningu hjá Hugsmiðjunni

Margeir hefur starfað í fjölda ára hjá Hugsmiðjunni og haldið þar vinsæl námskeið fyrir einstaklinga og fyrirtæki í markaðssetningu og samfélagsmiðlun. Margeiri er fjölmargt til lista lagt, en auk þess að vinna við ráðgjöf og námskeiðahald, semur hann tónlist og er án vafa einn allra vinsælasti plötusnúður landsins. Utan hefðbundinnar og óhefðbundinnar vinnu stundar Margeir fjallaskíði og jóga. Og hann kemst næstum því í splitt!