Rúnar Óli Karlsson

Rúnar Óli Karlsson, leiðsögumaður og landfræðingur

Rúnar gekk í Hjálparsveit skáta á Ísafirði og öðlaðist mikla reynslu þar. Hann hefur kennt námskeið fyrir Landsbjörgu eins og fjallamennsku, ísklifur og leit í snjóflóðum. Hann hefur stundað fjallamennsku víða um heim svo sem í Ölpunum, Perú, Grænlandi, Slóveníu, Kanada og Bandaríkjunum.

Rúnar hefur unnið við leiðsögn víða um landið í tuttugu ár og stofnaði Borea Adventures árið 2006 ásamt öðru góðu fólki og hefur unnið þar síðan. 

Rúnar hefur lokið ýmsum námskeiðum sem tengjast útivist, björgun og fjallamennsku og er með fullgild réttindi í fyrstu hjálp í óbyggðum.

https://www.boreaadventures.com/

Rúnar kennir:

Hornstrandir