Námskeiðið er könnun á nánasta umhverfi í gegnum skapandi leik með forvitnina að leiðarljósi. Stefnumót við staðhætti sem leiða til fjölbreyttra uppgötvana.
Hver dagur er gjöf sem felur í sér mismunandi verkefni sem efla skynjun og leiða í ljós óvænta eiginleika. Verkefni eru ýmist einstaklingsbundin eða unnin í samvinnu milli nemenda.
Verkefnin verða til og eiga sér stað bæði í kennslustofu sem og utan dyra.