Samskynjun

Samskynjun

Lýðskólinn á Flateyri.

Námskeiðið er könnun á nánasta umhverfi í gegnum skapandi leik með forvitnina að leiðarljósi.  Stefnumót við staðhætti sem leiða til fjölbreyttra uppgötvana.

Hver dagur er gjöf sem felur í sér mismunandi verkefni sem efla skynjun og leiða í ljós óvænta eiginleika. Verkefni eru ýmist einstaklingsbundin eða unnin í samvinnu milli nemenda.

Verkefnin verða til og eiga sér stað bæði í kennslustofu sem og utan dyra.

Haraldur Jónsson er myndlistarmaður sem vinnur jöfnum höndum í ýmsa miðla. Í verkum sínum þreifar hann á fyrirbærum sem tengjast líkamanum, skynjun, tilfinningum, tungumálinu og því sem myndast í bilunum þar á milli. Gjörningar hans taka á sig ýmsar myndir og bjóða gjarnan upp á beina þátttöku og náið samband við áhorfendur sem verða um leið órofa hluti af verkinu.