Á þessu námskeiði kynnumst við krafti hópsins, ólíkum hlutverkum innan hans og skoðum okkur sjálf í fjölbreyttum hlutverkum leiðbeinanda og stjórnanda. Að læra á því að gera og upplifa er mikilvægt tæki í allri hópavinnu og í gegnum verkefni og leik er hægt að draga fram mikinn lærdóm. Við skoðum aðferðir upplifunarnáms og ævintýrameðferðar og hvernig við nýtum okkur þær í leik og starfi.
Við undirbúum viðburði í samfélagsviku að hausti og nemendur fá að reyna ferli viðburða- og verkefnastjórnunar, allt frá hugmyndavinnu og þróun yfir í áætlanir, skipulag og samvinnu, fjármögnun, markaðssetningu og eftirfylgni.