Sassa Eyþórsdóttir

Sigríður Eyþórsdóttir eða Sassa eins og hún er alltaf kölluð er með BS gráðu í iðjuþjálfun frá Bandaríkjunum og hefur síðustu 25 árin sérhæft sig í ævintýrameðferð og meðferðarvinnu með börnum og unglingum.

Hún starfar sem iðjuþjálfi í Hagaskóla en starfaði lengi á BUGL og á Reykjalundi. Sassa hefur víðtæka reynslu af kennslu og námskeiðshaldi fyrir börn og fullorðna og bjó í þrjú yndisleg ár í Valencia á Spáni.

Í frítíma sínum elskar Sassa að halda matarboð, syngja í kór og dansa með vinkonum sínum og ferðast eins oft og tækifæri gefst.

Sassa Kennir:

Að búa á Flateyri
Umhverfi og lokaundirbúningur
Viðburðastjórnun