Siðareglur

Siðareglur

Lýðháskólinn á Flateyri er samfélag nemenda, kennara og íbúa á Flateyri og nærsveita. Í slíku samfélagi ber okkur öllum jafnmikil skylda til að taka ábyrgð á gjörðum okkar, orðum og störfum og ekki síst okkur sjálfum. Við berum virðingu fyrir hvort öðru, komum fram við hvort annað af heiðarleika, sanngirni og réttlæti og berum hag samferðamanna okkar ávallt fyrir brjósti um leið og við berum virðingu fyrir sjálfum okkur.

Jafnvel þótt við gerum okkar besta og meinum vel er það nú einu sinni svo að við erum ólík, hugsum á mismunandi vegu og það sem einum finnst í lagi finnst öðrum vera merki um hamfarir. Í því geta siðareglur þrátt fyrir allt komið okkur langt í því að styðja við okkur sem samfélag fólks sem mun þurfa að verja saman töluverðum hluta sólarhringsins þá mánuði af lífi okkar sem við verjum saman á Flateyri.

Í takt við leiðarljós okkar og gildi er ekki rétt að skólastjóri, stjórn eða aðrir forsvarsmenn skólans setji nemendum og samfélaginu siðareglur. Það er hlutverk nemendanna sjálfra í nánu samneyti við samfélagið. Þetta verður verkefni okkar fyrstu skólavikuna um leið og við setjum taktinn fyrir það sem koma skal.