Siglinganámskeið á seglskútunni Auroru þar sem farið verður yfir létta siglingafræði, vendingar og kúvendingar, hnúta, hugtök og mikilvægustu reglur siglinga. Öryggismál og maður fyrir borð æft. Farið yfir sjókort og veður og að lokum farið í lengri ævintýraferð á Auroru, sem er þekkt leiðangursskúta sem hefur m.a. siglt 4 sinnum í kringum heiminn.
Einn dagur í vikunni á undan: kynning á seglskútunni Auroru og skútumenningu á Íslandi. Farið yfir útbúnað og skútulífið sem er framundan vikuna á eftir.
Ólafur “Óli” Kolbeinn og Inga Fanney Aurora Arktika
Ólafur er skipstjóri og vélstjóri með áratuga reynslu af sjó og stýrir skútunum í lengri leiðangra auk þess að hafa byggt upp siglingaskólann á Ísafirði. Inga Fanney er leiðsögumaður til margra ára og framkvæmdastjóri fyrirtækisins og sér jafnframt um skipulag í landi.