Siglinganámskeið á seglskútunni Auroru þar sem farið verður yfir létta siglingafræði, vendingar og kúvendingar, hnúta, hugtök og mikilvægustu reglur siglinga. Öryggismál og maður fyrir borð æft. Farið yfir sjókort og veður og að lokum farið í lengri ævintýraferð á Auroru, sem er þekkt leiðangursskúta sem hefur m.a. siglt 4 sinnum í kringum heiminn.
Einn dagur í vikunni á undan: kynning á seglskútunni Auroru og skútumenningu á Íslandi. Farið yfir útbúnað og skútulífið sem er framundan vikuna á eftir.