Steinunn Guðný Einarsdóttir
ferðamálafræðingur, sjókona, förðunarfræðingur og gæðastjóri
Steinunn er fædd og uppalin á Flateyri og hefur eytt stórum hluta af veru sinni á vinnumarkaði á sjó. Foreldrar hennar, bræður og maki hafa einnig öll stundað sjóinn og og þekkir hún því sjósókn frá mörgum hliðum.
Hún dásamar Flateyri og telur það forréttindi að geta búið og alið upp strákana sína á svona frábærum stað.
Áhugamálin eru alltof mörg, hún elskar alla útivist og íþróttir og sinnir þeim af bestu getu sem og hinum ýmsu félagsstörfum. Í góðu vetrarverðri þykir henni hvað erfiðast að þurfa að velja hvaða íþróttir skuli stunda í þessu frábæra umhverfi sem Önundarfjörður er.