Skáldaðar sviðsmyndir

Skáldaðar sviðsmyndir

Markmið námskeiðis er að nemendur öðlist tækni til að vinna með, þróa og hlutgera hugmyndir. Á námskeiðinu verður unnið með skáldaðar sviðsmyndir (senario) og dregnar úr þeim hlutir, búningar eða annað sem síðan nýtist við áframhaldandi sköpun. Nemendur rannsaka sögu staðarins og byggja síðan nýjan heim sem byggir á þessari sögu.

Útfrá hlutum eða öðru sem verður til er unnið að kynningum sem geta verið t.d. stuttar senur eða fyrirlestur svo lengi sem það setur hluti í samhengi og dýpkar sköpunarheim hvers og eins.

Farið verður í grunnatriði hönnunar og skapandi hugmyndarvinnu sem getur nýst á fjölbreyttum vettvangi.

Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöruhönnuður

Búi Bjarmar er vöruhönnuður og hefur starfað við fjölbreytt verkefni. Hann hefur meðal annars starfað við uppbyggingu skapandi verkefna innan fangelsa á Íslandi, bættri nýtingu á affallsafurðum úr grænmetisrækt og nýtingu skordýra í matvæli. Búi starfar einnig sem stundakennari við vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands og er spunaleikari í Improv Ísland.