Skáldaðar sviðsmyndir

Staðbundið samtal

Markmið námskeiðs er að nemendur öðlist tækni til að vinna með, þróa og
hlutgera hugmyndir.

Í upphafi námskeiðsins verða þættir úr staðbundnu samhengi greindir með
viðtölum og vettvangsferðum. Upplýsingar sem safnað verður nýtast sem
inntak til hönnunar og sköpunar, þar sem tekið er mið af hefðum, þekkingu og
hráefni staðarins. Lögð er áhersla á að betrumbæta hluti, hefðir og aðstæður
með hjálp hönnunarhugsunar og notast verður við tilvísanir til að styrkja frásögn og hugmyndir.

Farið verður í grunnatriði hönnunar og skapandi hugmyndavinnu sem geta
nýst á fjölbreyttum vettvangi og verður rannsóknar- og hönnunarferli miðlað
á skýran og skemmtilegan hátt.

Björn Steinar, vöruhönnuður

Björn Steinar er menntaður vöruhönnuður og hefur á undanförnum árum einblínt á umhverfis- og samfélagstengd verkefni. Um þessar mundir vinnur hann að þróun nokkurra ólíkra verkefna; Skógarnytjar – þróun húsgagna úr íslenskum við, Catch of the day – þróun vodka úr aflögu ávöxtum frá matvælainnflytjendum og Plastplan – lítil plastendurvinnslustöð sem hann rekur ásamt kollega í Reykjavík.