Skapandi Hugsun

Skapandi hugsun

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist hugmyndafræði skapandi hugsunar og hvernig sú nálgun getur nýst markvisst í lífi og starfi, ekki hvað síst gagnvart þeim áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag.
 
Farið verður í ýmsar skapandi aðferðir með áherslu á ólíka miðlun, samtöl og kynningar og lagt upp með að nemendur tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.
 

Jón Helgi Hólmgeirsson 
vöruhönnuður

Jón Helgi er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og samspilshönnuður frá Háskólanum í Malmö. Frá útskrift hefur hann komið að fjölda hönnunarverkefna, t.a.m. fyrir IKEA og FÓLK Reykjavík en hefur síðan árið 2015 gegnt stöðu yfirhönnuðar hjá íslenska tónlistartæknifyrirtækinu Genki Instruments. Verk hans hafa birst í ýmsum miðlum og hlotið virt verðlaun á borð við Red Dot og Hönnunarverðlaun Íslands.

Nánar á www.jonhelgi.com