Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist hugmyndafræði skapandi hugsunar og hvernig sú nálgun getur nýst markvisst í lífi og starfi, ekki hvað síst gagnvart þeim áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag.
Farið verður í ýmsar skapandi aðferðir með áherslu á ólíka miðlun, samtöl og kynningar og lagt upp með að nemendur tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.