Skapandi skrif

Skapandi skrif

Skapandi skrif

Í námskeiðinu læra nemendur grundvallaratriði skáldskapar og fá að spreyta sig á fjölbreyttum aðferðum við að skrifa texta í ýmsu samhengi. Áhersla er lögð á aðferðir sem leysa sköpunarkraftinn úr læðingi og losa um hömlur.

Nemendur skrifa sögur, leikatriði og ljóð, þá verður nýtt efnið lesið upphátt í vikulok.

Kristín hefur jöfnum höndum fengist við ljóða- og skáldsagnagerð, smásögur og leikritun frá árinu 1987. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín.

Yngstu verk Kristínar eru smásagnabókin „Borg bróður míns“ (2021) og skáldsagan „Svanafólkið“ (2019).

Bókaforlagið Partus gaf út heildarsafn ljóða Kristínar (1987-2017), sem hefur að geyma allar átta fyrri ljóðabækur hennar.