Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn inn í heim textíls með skapandi hætti í gegnum hugmyndavinnu, prófanir og fræðslu. Einnig er kennd grunntækni í saumaskap þannig nemendur verði öruggir í að taka upp saumavélina eða bara nál og tvinna. Eftir námskeiðið ættu nemendur að vera komin með grunnþekkingu í saumaskap.
Nemendur fara í vettvangsferðir þar sem þau kynnast fjölbreyttri flóru listafólks og sköpunar á Vestfjörðum.
Jóhanna Eva Gunnarsdóttir
Jóhanna er menntuð í klæðskurði og með iðnmeistaragráðu í kjólasaum, auk þess hefur hún lokið einu ári í Diplómu í Textíl við Myndlistarskólann í Reykjavík. Hún er ávalt að safna að sér þekkingu tengt hannyrðum og sköpun og klárað fjölmörg námskeið á sviði textíls og handavinnu s.s. hluta í þjóðbúningasaum, grunn í víravirkisgerð, myndlist og margt fleira.
Jóhanna Eva er stofnandi og eigandi hannyrðaverslunarinnar og hönnunarstofunnar Földu á Ísafirði.