Skjáhönnun og vefsíðugerð

Skjáhönnun og vefsíðugerð

Í námskeiðinu fá nemendur innsýn í ólíkar hliðar vefþróunar. Nemendur læra að koma sér upp vefsíðu og aðlaga eftir eigin þörfum. Fjallað verður um grafíska hönnun, hvernig vefir eru tæknilega uppbyggðir, hvaða tól og tækni eru notuð, hverju ber að huga að sérstaklega við hönnun fyrir skjámiðla, hönnunarkerfi og skipulag viðmótsverkefna ásamt þróun frumgerða.

Einar Þór Gústafsson

Einar Þór hefur unnið í vefmálum í rúm 20 ár. Einar lærði margmiðlun í SAE í New York og hefur starfað meðal annars sem vefstjóri Íslandsbanka og framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Meniga.

Einar er einnig stofnandi Getlocal sem er vefsölukerfi sérsniðið fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og starfar nú sem Studio Manager hjá Aranja sem er ein öflugasta vefstofa landsins. Einar var einn stofnanda Samtaka vefiðnaðarins og sat í stjórn ásamt því að sinna formennsku.

Verkefni á vegum Einars hafa hlotið ýmis verðlaun þ.m.t. besti vefur íslands á Íslensku Vefverðlaununum. Nánari upplýsingar um Einar má finna á beautyvsfunction.com