Skjáhönnun og vefsíðugerð


Jonathan Gerlach
Jonathan er með Assosiate of Arts gráðu frá Collins College í Arizona og BA gráðu í grafískri hönnun úr Listaháskóla Íslands. Jonathan hefur starfað að vef- og hönnunarmálum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og hefur í gegnum tíðina hlotið fjölda verðlauna fyrir þau verkefni sem hann hefur komið að.
Í dag starfar Jonathan sem Hönnunarstjóri hjá Gangverk þar sem hann vinnur að verkefnum fyrir uppboðshúsið Sotheby’s í New York. Jonathan er stofnandi og fyrrum eigandi vefstofunnar Skapalón en hefur auk þess unnið fyrir fyrirtæki eins og Bókun og hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri. Einnig hefur Jonathan sinnt kennslu við Listaháskóla Íslands og í Vefskólanum.
Þá hefur Jonathan einnig setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) og er þar fráfarandi formaður.