Einar Þór Gústafsson
Einar Þór hefur unnið í vefmálum í rúm 20 ár. Einar lærði margmiðlun í SAE í New York og hefur starfað meðal annars sem vefstjóri Íslandsbanka og framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Meniga.
Einar er einnig stofnandi Getlocal sem er vefsölukerfi sérsniðið fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og starfar nú sem Studio Manager hjá Aranja sem er ein öflugasta vefstofa landsins. Einar var einn stofnanda Samtaka vefiðnaðarins og sat í stjórn ásamt því að sinna formennsku.
Verkefni á vegum Einars hafa hlotið ýmis verðlaun þ.m.t. besti vefur íslands á Íslensku Vefverðlaununum. Nánari upplýsingar um Einar má finna á beautyvsfunction.com