Skógurinn

Skógurinn

Nemendur fá kynningu á skógum, vistkerfi, útivistarmöguleikum, umhirðu og úrvinnslu afurða skóga til hagnýtra nota og listsköpunnar. Rétt utan við Flateyri er skógarreitur sem verður vettvangur kennslunnar en auk þess verður efniviður sóttur þangað sem unnið verður úr í smiðju.

Bjarki Sigurðsson
Stofnandi Náttúruskólans og skógarhöggsmaður

Bjarki Sigurðsson starfar hjá Skógræktinni. Er einn af stofnendum og aðalleiðbeinendum Náttúruskólans. Hlutverk Náttúruskólans er að efla börn og ungmenni til umhyggju og árvekni gagnvart sjálfum sér og náttúrunni og bjóða upp á áskoranir og skapandi tækifæri til reynslunáms. Áhersla skólans er á útivist, átthagafræðslu, heilbrigðan lífsstíl, sjálfseflingu, samskipti og samvinnu og er unnið með börnum frá efstu deildum í leikskóla og upp á framhaldsskólastig. 
Unnið er bæði í samstarfi við skóla en einnig á tómstundagrunni.

Bjarki hefur einnig verið útivistar- og hjólreiðaþjálfari hjá Ungmennafélaginu Þristi í fjölda ára og starfaði sem foringi hjá Skátafélaginu Héraðsbúum 2010 til 2015. Hann hefur einnig verið aðstoðarkennari á mörgum tálgunarnámskeiðum með Ólafi heitnum Oddssyni tálgunarkennara.