Skólagjöld og annar kostnaður

Skólagjöld og annar kostnaður

Nemendur við Lýðháskólann á Flateyri greiða skólagjöld sem eru 200 þúsund krónur fyrir hvora önn.

Innifalið í skólagjöldum er morgun- og hádegismatur alla virka skóladaga, námsefni og ferðir og verkefni sem tengjast vinnu og verkefnum við skólann.

Ekki er innifalinn kostnaður vegna íbúðarhúsnæðis auk þess sem nemendur þurfa sjálfir að sjá sér fyrir mat utan skólatíma og á þeim dögum sem kennsla fer ekki fram. Ferðir til og frá Flateyrar eru ekki innifaldar og þurfa nemendur sjálfir að koma sér á staðinn í upphafi annar og í kringum frí.

Skólagjöld eru greidd fyrir hvora önn fyrir sig. Greiða þarf staðfestingargjald, 50 þúsund krónur, 2 vikum eftir jákvætt svar við umsókn til að staðfesta pláss við skólann. Afganginn, 150 þúsund fyrir hvora önn, þarf að greiða í síðasta lagi 1. september fyrir haustönn og 1. desember fyrir vorönn til að eiga víst skólapláss. Semja má um greiðsludreifingu.

Styrkir til greiðslu skólagjalda

Ísafjarðarbær styrkir tvo nemendur til náms við Lýðháskólann á Flateyri.

Sjá nánari hér:
https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/frettir-og-utgafa/frettasafn/isafjardarbaer-styrkir-tvo-nemendur-til-nams-vid-lydhaskolann-a-flateyri

Bolungarvíkurkaupstaður styrkir einn nemenda til náms við Lýðháskólann á Flateyri.

Sjá nánar hér:
http://www.bolungarvik.is/frettir/auglyst-eftir-umsaekjendum-um-nam-vid-lydhaskolann-a-flateyri

Starfsmenntasjóðir stéttarfélaga styrkja að öllu jöfnu meðlimi sína til náms við lýðháskóla, að frádregnum gisti- og uppihaldskostnaði. Nánari upplýsingar fást hjá stéttarfélögum.

Námsmanna- og ungmennaþjónustur auglýsa árlega eftir umsóknum um námsmannastyrki. Nánari upplýsingar fást hjá viðskiptabanka hvers og eins umsækjanda.

Önnur útgjöld

Þar sem fæði utan skólatíma, kostnaður vegna íbúðarhúsnæðis og ferða til og frá Flateyrar í byjun skólaárs og eftir frí eru ekki innifalin í skólagjöldum má gera ráð fyrir að nokkrum útgjöldum fyrir hvora önn.

Gera þarf ráð fyrir einhverjum útgjöldum sem tengjast lífi utan skólans og félagslífi almennt, svo og ferðum til og frá Flateyrar og öðru því sem til fellur til persónulegra nota og lífs.

Ekki er gert ráð fyrir að nemendur stundi vinnu með skólanum nema ef vera skyldi létta aukavinnu utan skólatíma. Gert er ráð fyrir að samfélag nemenda og íbúa verði líflegt og að utan skólatíma munum við hafa nóg að gera. Partur af því að vera í lýðháskóla er að vera saman, hafa ofan af fyrir hvort öðru og ekki síður læra af hvort öðru.