Skólagjöld og annar kostnaður

Kostnaður vefur

Skólagjöld

Skólagjöld fyrir hvora önn eru 350.000,- kr.*

Innifalið í skólagjöldum er:

  • Morgunmat alla virka daga á meðan skólastarf er í gangi (ekki í haust, vetrar, jóla eða páskafríi).

  • Hádegismatur alla virka daga á meðan skólastarf er í gangi (ekki í haust, vetrar, jóla eða páskafríi).

  • Allt efni og afnot af sértækum búnaði sem þarf í námið.

*Ef nemandi er með yfir 80% mætingu fæst 100.000 krónur endurgreiðsla af skólagjöldum í lok annar. 

Greiðslufyrirkomulag

Staðfestingargjald: 50.000,- ekki seinna en tveimur vikum eftir staðfestingu á skólavist.**

Skólagjöld eru greidd fyrir hvora önn fyrir sig.***

**Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

***Í síðasta lagi 5. september (fyrir haustönn) og 15. desember (fyrir vorönn) til að eiga víst skólapláss. Einnig má semja um greiðsludreifingu fyrir sama tíma.

Verðdæmi

Skólagjöld og fæði
Húsaleiga
Húsaleigubætur
Menntastyrkur stéttarfl.
Endurgreiðsla mætingar
 
Samtals hvor önn
350.000,-
240.000,-
-162.500,-
-130.000,-
-100.000,-
 –––––––
197.500,-

Í verðdæminu er miðað við kostnað fyrir einn nemanda, með yfir 80% mætingu, í einstaklingsherbergi í eina önn.

Styrkir til greiðslu skólagjalda

  • Húsnæðisbætur – Húsnæðisbætur eru greiddar út mánaðarlega og er upphæð háð ýmsum breytum, sjá nánari upplýsingar á hms.is
  • Stéttarfélög – Starfsmenntasjóðir stéttarfélaga styrkja að öllu jöfnu meðlimi sína til náms við lýðskóla, að frádregnum gisti- og uppihaldskostnaði. Nánari upplýsingar fást hjá stéttarfélögum.
  • Sveitarfélög – mörg sveitarfélög bjóða upp á styrki til menntunar. Kannaðu málið hjá þínu sveitarfélagi.
  • Námsmanna- og ungmennaþjónustur auglýsa árlega eftir umsóknum um námsmannastyrki. Nánari upplýsingar fást hjá viðskiptabanka hvers og eins umsækjanda.

Önnur útgjöld

Þar sem fæði utan skólatíma og kostnaður vegna íbúðarhúsnæðis og ferða til og frá Flateyri í byrjun skólaárs og eftir frí er ekki innifalið í skólagjöldum má gera ráð fyrir nokkrum útgjöldum fyrir hvora önn.

Einnig þarf að hugsa fyrir útgjöldum sem tengjast lífi utan skólans og félagslífi almennt, svo og ferðum til og frá Flateyri og öðru sem til fellur til persónulegra nota og lífs.

Ekki er gert ráð fyrir að nemendur stundi vinnu með skólanum nema ef vera skyldi létta aukavinnu utan skólatíma. Viðbúið er að samfélag nemenda og íbúa verði líflegt og að utan skólatíma munum við hafa nóg að gera. Partur af því að vera í lýðskóla er að vera saman, hafa ofan af hvert fyrir öðru og ekki síður læra hvert af öðru.