Skólasetning Lýðháskólans á Flateyri

Það er með miklu stolti sem við bjóðum til skólasetningar Lýðháskólans á Flateyri sem haldin verður við hátíðlega viðhöfn í bland við léttari strengi og skemmtun laugardaginn 22. september n.k.

Dagskrá hefst í Íþróttamiðstöð Flateyrar kl. 13:30 þar sem formleg skólasetning fer fram, að viðstöddum forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni.

Frá kl. 15-18 verður fjölbreytt dagskrá um alla Flateyri. Lýðháskólinn á Flateyri, fyrirtæki og stofnanir verða með opið hús og menningar-, frumkvöðla- og fræðsluaðilar á Vestfjörðum kynna starfsemi sína. Skemmtikraftar og tónlistarfólk efla andann auk þess sem boðið verður upp á örfyrirlestra og umræðu um atvinnu- og umhverfismál.

Hægt verður að kaupa kaffi og meðlæti í Gunnukaffi, opið verður á Bryggjukaffi frá kl. 11 og frá kl. 18 verða Bryggjukaffi og Vagninn opin fyrir matargesti. Að loknum kvöldverði verður skemmtidagskrá og dansleikur á Vagninum.

Við vonumst til að sjá sem flesta og bendum á að hátíðin er opin öllum.

https://www.facebook.com/events/2665927923632753/

Með bestfjarðakveðju
Stjórn Lýðháskólans á Flateyri