Skyndihjálp og björgunarstörf

Skyndihjálp og björgunarstörf

Námsefnið er kennt með fyrirlestrum og verklegri kennslu í formi sýnikennslu og athafnanáms. Haldnar eru tilfellaæfingar þar sem nemendur þjálfast í að greina vandamál og að bregðast rétt við þeim. Um helmingur kennslunnar fer fram utandyra.  

Þetta námskeið er talsvert frábrugðið hefðbundnu skyndihjálparnámskeiði að ýmsu leyti, m.a. eru nemendur undir það búnir að þurfa að sinna sjúklingi í töluvert lengri tíma en þyrfti í byggð ásamt því að nemendur fá þjálfun í því að undirbúa flutning og flytja slasað og veikt fólk. Notast er við námsefni frá Björgunarskólanum. Markmiðið er að nemendur geti tekið þátt í að meta ástand sjúklinga í kjölfar veikinda og slysa ásamt því að aðstoða við meðferð og undirbúning og/eða flutning þeirra á sjúkrahús.

Magnús Hákonarson
yfirleiðbeinandi í rústabjörgun Björgunarskóla Slysavarnarfélags Landsbjargar

Magnús hefur starfað með Hjálparsveit skáta Kópavogi síðan 1987. Hann tók leiðbeinendaréttindi í skyndihjálp 1996 og hefur leiðbeint á námskeiðum reglulega síðan þá. Magnús kláraði einnig BA próf í sálfræði frá HÍ 1996 og stundar núna nám í hjúkrunarfræði við HÍ. Ásamt skyndihjálparkennslu hefur hann starfað í rúm 12 ár sem yfirleiðbeinandi í rústabjörgun hjá Björgunarskólanu og fór með alþjóðabjörgunarsveitinni í útköll til Marokkó 2004 og Haiti 2010. Magnús hefur einnig starfað mikið á fjöllum m.a. sem skálavörður hjá Ferðafélagi Íslands.