Þóra Jóhanna Jónasdóttir
dýralæknir, leiðsögumaður sérhæfð í gönguleiðsögn og leiðbeinandi í leitartækni, fyrstu hjálp, snjóflóðum og fjallabjörgun hjá Björgunarskóla Slysavarnarfélags Landsbjargar
Þóra hefur starfað í yfir 30 ár sem dýralæknir og þar af 20 ár á bráðamóttöku dýra við Dýralæknaháskólann í Noregi. Fyrstu kynni af björgunarsveitarstörfum var með Björgunarhundasveit Íslands 1991 á Ísafirði, þar sem hún þjálfaði sinn fyrsta snjóflóðaleitarhund. Eftir 3 ár á Ísafirði flutti hún aftur erlendis til margra ára. Þóra hefur verið virk í starfi með Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík frá 2015, þar sem hún er starfandi sem undanfari, sérhæfður leitarmaður og er með víðavangs- og snjóflóðaleitarhund á útkallslista. Þóra hefur brennandi áhuga á bráðahjálp og fyrstu viðbrögðum, hún starfað 5 ár á sjúkrahúsi með námi, en tók leiðbeinendaréttindi í skyndihjálp 2020. Þóra hefur starfað við gönguleiðsögn í hjáverkum frá 2012 og einnig verið skálavörður og jöklaleiðsögumaður norðan Vatnajökuls í Kverkfjöllum.