Skyndihjálp og björgunarstörf

Skyndihjálp og björgunarstörf

Námsefnið er kennt með fyrirlestrum og verklegri kennslu í formi sýnikennslu og athafnanáms. Haldnar eru tilfellaæfingar þar sem nemendur þjálfast í að greina vandamál og að bregðast rétt við þeim. Um helmingur kennslunnar fer fram utandyra.  

Þetta námskeið er talsvert frábrugðið hefðbundnu skyndihjálparnámskeiði að ýmsu leyti, m.a. eru nemendur undir það búnir að þurfa að sinna sjúklingi í töluvert lengri tíma en þyrfti í byggð ásamt því að nemendur fá þjálfun í því að undirbúa flutning og flytja slasað og veikt fólk. Notast er við námsefni frá Björgunarskólanum. Markmiðið er að nemendur geti tekið þátt í að meta ástand sjúklinga í kjölfar veikinda og slysa ásamt því að aðstoða við meðferð og undirbúning og/eða flutning þeirra á sjúkrahús.

Þóra Jóhanna Jónasdóttir
dýralæknir, leiðsögumaður sérhæfð í gönguleiðsögn og leiðbeinandi í leitartækni, fyrstu hjálp, snjóflóðum og fjallabjörgun hjá Björgunarskóla Slysavarnarfélags Landsbjargar

Þóra hefur  starfað í yfir 30 ár sem dýralæknir og þar af 20 ár á bráðamóttöku dýra við Dýralæknaháskólann í Noregi. Fyrstu kynni af björgunarsveitarstörfum var með Björgunarhundasveit Íslands 1991 á Ísafirði, þar sem hún þjálfaði sinn fyrsta snjóflóðaleitarhund. Eftir 3 ár á Ísafirði flutti hún aftur erlendis til margra ára. Þóra hefur verið virk í starfi með Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík frá 2015, þar sem hún er starfandi sem undanfari, sérhæfður leitarmaður og er með víðavangs- og snjóflóðaleitarhund á útkallslista. Þóra hefur brennandi áhuga á bráðahjálp og fyrstu viðbrögðum, hún starfað 5 ár á sjúkrahúsi með námi, en tók leiðbeinendaréttindi í skyndihjálp 2020. Þóra hefur starfað við gönguleiðsögn í hjáverkum frá 2012 og einnig verið skálavörður og jöklaleiðsögumaður norðan Vatnajökuls í Kverkfjöllum.