Á námskeiðinu fá nemendur innsýn í hönnun á leikmyndum, búningum og leikbrúðum fyrir sviðslistir. Markmið námskeiðsins er að kynna vinnu með stærðarhlutföll, litasamsetningar, efnisval, rýmisnotkun og myndræna frásögn. Námskeiðið getur nýst sem grunnur fyrir frekara nám í hönnun fyrir sviðsverk, kvikmyndir, innsetningar og fleira.
Sigríður Sunna Reynisdóttir leikmynda- og búningahönnuður
Sigríður Sunna hefur hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir fjölbreytt sviðsverk síðustu ár. Hún hefur starfað jöfnum höndum fyrir Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið, en einnig fyrir Íslenska Dansflokkinn, Leikfélag Akureyrar (MAk) og í Tjarnarbíó.
Sunna útskrifaðist af brúðuleikhús- og sviðshöfundabraut í Royal Central School of Speech and Drama í London árið 2012, áður hafði hún lokið BA námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og Universitá Karlova í Prag. Hún lærði textíl og myndlist í Skals School for Design and Crafts í Danmörku 2003-2004.
Sunna hefur verið gestakennari við Kennaraháskólann.