Smáleikhúsið

Sjónræn sviðsetning

Á námskeiðinu fá nemendur innsýn í hönnun á leikmyndum, búningum og leikbrúðum fyrir sviðslistir. Markmið námskeiðsins er að kynna vinnu með stærðarhlutföll, litasamsetningar, efnisval, rýmisnotkun og myndræna frásögn. Námskeiðið getur nýst sem grunnur fyrir frekara nám í hönnun fyrir sviðsverk, kvikmyndir, innsetningar og fleira.”

Sigríður Sunna Reynisdóttir, leikmynda- og búningahönnuður

Sigríður Sunna hefur hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir fjölbreytt sviðsverk síðustu ár. Þar má nefna Tvískinnung, 1984, Hamlet litla og Lóaboratoríum í Borgarleikhúsinu en hún hefur einnig hannað fyrir Íslenska dansflokkinn, Leikfélag Akureyrar og Tjarnarbíó.

Sunna útskrifaðist af brúðuleikhús- og sviðshöfundabraut í Royal Central School of Speech and Drama árið 2012, áður hafði hún lokið BA námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og Universitá Karlova í Prag.

Sunna hefur verið gestakennari við Kennaraháskólann.