Sögur og salt

Sögur og salt

Hvað er það sem knýr sögu áfram? Er eitthvað að fara að gerast eða ríkir lognmollan ein? Í námskeiðinu verða kynnt ólík skáldskaparform, dregin fram mismunurinn á þeim en jafnframt útskýrt hvað þau eiga sameiginlegt. Nemendur prófa að skrifa ólíkar gerðir texta og komast að því hvernig hægt er að halda lesanda, áheyranda eða áhorfanda við efnið og teyma hann áfram frá einu spurningamerki til annars.

Námskeiðið kennir Huldar Breiðfjörð, rithöfundur

https://lydflat.is/huldar-breidfjord/