Kannaðir eru óendanlegar uppsprettur ímyndunaraflsins og hvernig hugmyndir vakna og leiða að öðrum hugmyndum. Unnið er með samvinnutækni listamannsins, jákvæð samskipti og uppbyggingu framsetninga á spunum.
Farið verður í framkomuæfingar, unnið með texta og talað mál, líkamsvitund og tilfinningastjórnun í sköpun.
Agnar Jón Egilsson leikari og leikstjóri, MA í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst
Aggi hefur leikið fjölda hlutverka og leikstýrt fjölda verka fyrir leikhús og sjónvarp. Agnar Jón hefur unnið mikið við kennslu og rekur Leynileikhúsið sem er leiklistarskóli fyrir börn og unglinga. Hann starfar einnig sem leiklistarkennari við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Agnar Jón trúir því að innst í kjarna hverrar manneskju sé ofurkraftur sem býður síns tíma.