starfsfolk

Starfsfólk

Við skólann starfa þrír fastráðnir starfsmenn, skólastjóri, kennslustjóri og verkefnastjóri, auk kennara á námskeiðum hverju sinni.

Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri

Ingibjörg er skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Hún ber ábyrgð á daglegum rekstri og skólahaldi og tryggir að allt gangi samkvæmt áætlun.

Ingibjörg sér um samskipti, stuðning og aðstoð við nemendur, á skólatíma og utan hans og hittir nemendur í persónulegum viðtölum þegar þörf krefur til að tryggja að þeir fái sem mest út úr dvöl sinni við skólann.
Ingibjörg hefur víðtæka reynslu og þekkingu á íslenskum skólamálum. Hún er menntaður leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands árið 1991, lauk BA gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2005 og MA gráðu í alþjóðaviðskiptum frá sama skóla árið 2010. Hún er jafnframt bæði með diplómu í kennsluréttindum á framhaldsskólastigi frá Háskólanum á Akureyri frá árinu 2011 og á háskólastigi frá Háskóla Íslands frá árinu 2013, auk þess að vera með IPMA vottun í verkefnastjórnun frá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands. Þar fyrir utan hefur hún fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi og stjórnkerfi.

Gunnhildur Gunnarsdóttir, kennslustjóri

Gunnhildur er kennslustjóri og tekur þátt í almennu skólastarfi og þróun skólans, en þróun náms og námsbrauta verður hennar aðalstarf. Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og kennslufræði með fullorðinsfræðslu sem aðalfag frá Karl Franzens háskóla í Graz í Austurríki auk þess að vera með próf í leiðsögumennsku frá Vínarborg.

Gunnhildur var kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti á árunum 2009 – 2017. Hún hefur einnig sinnt sjálfstæðum rekstri og leiðsögumennsku auk þess að hafa unnið við sjálfboðastörf í Kenýa síðustu mánuði.

Juraj Hubinák, verkefnastjóri

Juraj Hubinák verkefnastjóri markaðs- og alþjóðamála. Hans helsta starf innan skólans er að þróa alþjóðleg samskipti og alþjóðlega námsbraut sem stefnt er á að bjóða upp á í skólaunum frá og með 2022, hann sinnir auk þess markaðsmálum, er í samskiptum við nemendur og tekur almennan þátt í daglegu starfi skólans. 

Hann er með doktorsgráðu í leiklistarfræðum frá Leiklistarakademíunni (VŠMU) í Bratislava í Slóvakíu og meistaragráðu á sama sviði frá Charles-de-Gaulle háskóla í Lille í Frakklandi.

Juraj er með 15 ára reynslu af markaðsstörfum, samfélagsmiðlum, verkefnastjórnun og listrænum verkefnum í sjónvarpi og leikhúsum. Hann er auk þess sjálfstætt starfandi rithöfundur og leikstjóri.