juraj@lydflat.is
Hans helsta starf innan skólans er að þróa alþjóðleg samskipti og alþjóðlega námsbraut sem stefnt er á að bjóða upp á í skólaunum frá og með 2022, hann sinnir auk þess markaðsmálum, er í samskiptum við nemendur og tekur almennan þátt í daglegu starfi skólans.
Hann er með doktorsgráðu í leiklistarfræðum frá Leiklistarakademíunni (VŠMU) í Bratislava í Slóvakíu og meistaragráðu á sama sviði frá Charles-de-Gaulle háskóla í Lille í Frakklandi.
Juraj er með 17 ára reynslu af markaðsstörfum, samfélagsmiðlum, verkefnastjórnun og listrænum verkefnum í sjónvarpi og leikhúsum. Hann er auk þess sjálfstætt starfandi rithöfundur og leikstjóri.