Ingibjörg er skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Hún ber ábyrgð á daglegum rekstri og skólahaldi og tryggir að allt gangi samkvæmt áætlun.
Ingibjörg sér um samskipti, stuðning og aðstoð við nemendur, á skólatíma og utan hans og hittir nemendur í persónulegum viðtölum þegar þörf krefur til að tryggja að þeir fái sem mest út úr dvöl sinni við skólann.
Ingibjörg hefur víðtæka reynslu og þekkingu á íslenskum skólamálum. Hún er menntaður leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands árið 1991, lauk BA gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2005 og MA gráðu í alþjóðaviðskiptum frá sama skóla árið 2010. Hún er jafnframt bæði með diplómu í kennsluréttindum á framhaldsskólastigi frá Háskólanum á Akureyri frá árinu 2011 og á háskólastigi frá Háskóla Íslands frá árinu 2013, auk þess að vera með IPMA vottun í verkefnastjórnun frá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands. Þar fyrir utan hefur hún fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi og stjórnkerfi.