starfsfolk

Starfsfólk

Við skólann starfa þrír fastráðnir starfsmenn, skólastjóri, kennslustjóri og verkefnastjóri, auk kennara á námskeiðum hverju sinni.

Katrín María Gísladóttir
skólastjóri

skolastjori@lydflat.is

Katrín María er skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Hún ber ábyrgð á daglegum rekstri og skólahaldi og tryggir að allt gangi samkvæmt áætlun.

Katrín sér um samskipti og stuðning við nemendur á skólatíma og utan hans og tryggir að þeir fái sem mest út úr dvöl sinni við skólann. Katrín er með BA í sál­fræði frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri (2011) og með meist­ara­gráðu í for­ystu og stjórn­un frá Há­skól­an­um á Bif­röst (2017). Katrín María var áður verk­efna­stjóri tungu­mála­kennslu flótta­barna og kenn­ari við Grunn­skól­ann á Flat­eyri. Hún hef­ur einnig frá ár­inu 2019 átt sæti í stjórn Lýðskól­ans og þekk­ir því starf skól­ans afar vel.

Gunnhildur Gunnarsdóttir
kennslustjóri

kennslustjori@lydflat.is

Gunnhildur er kennslustjóri og tekur þátt í almennu skólastarfi og þróun skólans, en þróun náms og námsbrauta verður hennar aðalstarf. Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og kennslufræði með fullorðinsfræðslu sem aðalfag frá Karl Franzens háskóla í Graz í Austurríki auk þess að vera með próf í leiðsögumennsku frá Vínarborg.

Gunnhildur var kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti á árunum 2009 – 2017. Hún hefur einnig sinnt sjálfstæðum rekstri og leiðsögumennsku auk þess að hafa unnið við sjálfboðastörf í Kenýa síðustu mánuði.

Juraj Hubinák
verkefnastjóri markaðs- og alþjóðamála

juraj@lydflat.is

Hans helsta starf innan skólans er að þróa alþjóðleg samskipti og alþjóðlega námsbraut sem stefnt er á að bjóða upp á í skólaunum frá og með 2022, hann sinnir auk þess markaðsmálum, er í samskiptum við nemendur og tekur almennan þátt í daglegu starfi skólans. 

Hann er með doktorsgráðu í leiklistarfræðum frá Leiklistarakademíunni (VŠMU) í Bratislava í Slóvakíu og meistaragráðu á sama sviði frá Charles-de-Gaulle háskóla í Lille í Frakklandi.

Juraj er með 17 ára reynslu af markaðsstörfum, samfélagsmiðlum, verkefnastjórnun og listrænum verkefnum í sjónvarpi og leikhúsum. Hann er auk þess sjálfstætt starfandi rithöfundur og leikstjóri. 

Ingibjörg Pálmadóttir
náms- og starfsráðgjafi

radgjof@lydflat.is

Ingibjörg er kennari að mennt og hefur bætt við sig meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands (2021). Ingibjörg hefur starfað sem kennari í grunn- og menntaskólum í Japan, Austurríki og Þýskalandi auk þess að hafa starfað í grunnskóla í Reykjavík.