starfsfolk

Starfsfólk

Við skólann starfa þrír fastráðnir starfsmenn, skólastjóri, kennslustjóri og verkefnastjóri, auk kennara á námskeiðum hverju sinni.

Katrín María Gísladóttir
Skólastjóri

skolastjori@lydflat.is

Katrín María er skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Hún ber ábyrgð á daglegum rekstri og skólahaldi og tryggir að allt gangi samkvæmt áætlun.

Katrín sér um samskipti og stuðning við nemendur á skólatíma og utan hans og tryggir að þeir fái sem mest út úr dvöl sinni við skólann. Katrín er með BA í sál­fræði frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri (2011) og með meist­ara­gráðu í for­ystu og stjórn­un frá Há­skól­an­um á Bif­röst (2017). Katrín María var áður verk­efna­stjóri tungu­mála­kennslu flótta­barna og kenn­ari við Grunn­skól­ann á Flat­eyri. Hún hef­ur einnig frá ár­inu 2019 átt sæti í stjórn Lýðskól­ans og þekk­ir því starf skól­ans afar vel.

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir
Kennslustjóri

kennslustjori@lydflat.is

Sigga Júlla hefur frá aldamótum unnið að umhverfismálum og skógrækt, fyrst sem verkefnastjóri hjá Vesturlandsskógum, síðan sem héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Vesturlandi og Vestfjörðum og framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga og nú síðast sem sviðstjóri hjá Skógræktinni. Þar stýrði hún m.a. ráðgjafaþjónustu stofnunarinnar. Sigga Júlla hefur kennt við Landbúnaðarháskóla Íslands, bæði í bændadeild og á háskólastigi. Hún hefur einnig haldið erindi á fjölmörgum fundum, málþingum og ráðstefnum í gegnum tíðina auk námskeiðahalds á sviði umhverfismála og skógræktar.

Sigga Júlla er með mastersgráðu í skógfræði við norska lífvísindaháskólann að Ási í Noregi (Universitetet for miljø og biovitenskap) og BS gráðu í landnýtingu frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Sigga Júlla býr í Önundarfirði, er gift og á fullt af börnum, hesta og kött. Hún er virk í félagsmálum, situr í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, er formaður skipulags- og mannvirkjanefndar og forseti bæjarstjórnar.

Margeir Haraldsson Arndal
Verkefnastjóri markaðs- og tæknimála

margeir@lydflat.is

Margeir sinnir markaðs- og tæknimálum skólans, er í samskiptum við nemendur og tekur almennan þátt í daglegu starfi skólans.

Margeir er fyrrum Ísfirðingur – núverandi Flateyringur. Hann var nemandi á fyrsta skólaári Lýðskólans og féll fyrir samfélaginu og umhverfinu á Flateyri.

Hann er stofnandi listahópsins Allt Kollektív á Flateyri, sem staðið hefur fyrir list- og menningartengdum viðburðum í þorpinu, en þar sinnir hann einnig hlutverki verkefnastjóra. Samhliða þessu rekur hann framleiðslufyrirtækið Haraldsson Prod. ehf.