starfsfolk

Starfsfólk

Við skólann starfa tveir fastráðnir starfsmenn, skólastjóri og kennslustjóri auk kennara á námskeiðum hverju sinni.

Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri

Ingibjörg er skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Hún ber ábyrgð á daglegum rekstri og skólahaldi og tryggir að allt gangi samkvæmt áætlun. Ingibjörg sér um samskipti, stuðning og aðstoð við nemendur, á skólatíma og utan hans og hittir nemendur í persónulegum viðtölum þegar þörf krefur til að tryggja að þeir fái sem mest út úr dvöl sinni við skólann.
Ingibjörg hefur víðtæka reynslu og þekkingu á íslenskum skólamálum. Hún er menntaður leikskólakennari frá Fóstruskóla Íslands árið 1991. Lauk BA gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2005 og MA gráðu í alþjóðaviðskiptum frá sama skóla árið 2010. Hún er jafnframt bæði með diplóma í kennsluréttindum á framhaldsskólastigi frá Háskólanum á Akureyri frá árinu 2011 og á háskólastigi frá Háskóla Íslands frá árinu 2013 auk þess að vera með IPMA vottun í verkefnastjórnun frá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands. Þar fyrir utan hefur hún fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi og stjórnkerfi
.

Anna Sigríður Sigurðardóttir, kennslustjóri

Anna Sigga ber ábyrgð á því að kennsla og dagskrá við skólann fari fram með tilskildum hætti og að kennsluhættir og gæðamat fari fram eins og vera ber. Anna Sigga er tengiliður við kennara og sér um skipulagningu námskeiða og þjálfun og undirbúning kennara skólans.  Anna Sigga er staðgengilll  skólastjóra í hennar fjarveru.

Anna Sigga hefur yfir 15 ára reynslu sem kennari í framhalds- og grunnskólum víða um land, hún hefur kennt fjölda námskeiða í spænsku í málaskólum og víðar auk þess að hafa starfað síðan 2006 sem leiðsögumaður í hlutastarfi.