Starfsnám

Starfsnám

Við tökum okkur viku þar sem nemendur vinna í samráði við atvinnurekendur í nágrenninu: fyrirtæki, ferðaþjónustuaðila eða bændur, í eina viku og fá tækifæri til að máta sig við þau störf í nágrenninu sem þeir hafa áhuga á.

Kannski fannst einhverjum rosalega áhugavert að kynnast starfi á kúabúi og myndi vilja prófa það nánar, eða kynnast betur hvernig mjólkin er unnin. Kannski heillaði sjórinn, eða kannski langar einhvern að kynnast nánar rekstri lítils fyrirtækis á svæðinu.