Steinþór Helgi Arnsteinsson

Steinþór Helgi Arnsteinsson hefur starfað við viðburðahald í vel rúman áratug. Hann á að baki fjölbreyttan feril og hefur m.a. rekið sitt eigið plötufyrirtæki, unnið sem umboðsmaður Hjaltalín, verið spurningahöfundur og dómari í Gettu betur, rekið vinsælasta bar Reykjavíkur o.fl.

Sem viðburðarhaldari hefur Steinþór gríðarlega mikla reynslu, en hann rekur m.a. Innipúkann í Reykjavík og var stjórnandi Sónar Reykjavík. Hann starfaði einnig sem viðburðarstjóri CCP Games og hélt á þeirra vegum viðburði víða um heim, þ.á.m. í Las Vegas, London, Toronto, Köln, Sydney, Los Angeles, St. Pétursborg og Amsterdam. Þá er ótalið allir þeir fjölmörgu tónleikar sem Steinþór hefur haldið hér heima, bæði í Reykjavík og útum allt land. 

Ekki má heldur gleyma hinu viðburðaríka sumri á Vagninum í fyrra, þar sem Steinþór fór fremstur í flokki ásamt samstarfsfélögum sínum.