Styrktaraðilar

Bakhjarlar og aðrir styrktaraðilar

Fjöldi sveitarfélaga, samtaka, stofnana, sjóða, fyrirtækja og einstaklinga hafa rennt stoðum undir stofnun og rekstur Lýðskólans á Flateyri með myndarlegum fjárframlögum. Fyrir það erum við sérstaklega þakklát vitandi að án ykkar hefði skólinn aldrei orðið að veruleika.

Að öðrum ólöstuðum hefur Ísafjarðarbær stutt verkefni með niðurgreiðslu á þjónustu, aðstöðu fyrir skóla án endurgjalds auk myndarlegs fjárstuðnings og tryggingar fyrir rekstri skólans fyrir næsta skólaár. 

Við stöndum einnig í mikilli þakkarskuld við íbúa Flateyrar og nærsveita sem hafa stutt okkur dyggilega í undirbúningu og stofnun skólans. Ekki aðeins hafa þeir tekið okkur opnum örmum, lánað aðstöðu, veitt þekkingu og verið okkur endalaus uppspretta af hugmyndum heldur. Yfir 80 velunnarar skólans hafa gerst Hollvinir og þannig stutt við stofnun skólans með mánaðarlegum fjárframlögum. Takk fyrir okkur!