Tilkynningagátt

Tilkynningagátt - ósæmileg hegðun

Hverskonar einelti, kynbundin eða kynferðisleg áreitni er ekki liðin við Lýðskólann á Flateyri (sjá einnig siðareglur skólans ) og við slíkum tilfellum er brugðist samkvæmt viðbragðsáætlun þar sem m.a. er tilgreint að nemendur sem telja sig hafa orðið fyrir eða orðið vitni að ósæmilegri hegðun á borð við einelti, kynbundna eða kynferðislega áreitni geti tilkynnt það til skólastjóra eða skólaráðs. 

Nemendur sem telja sig hafa orðið fyrir eða orðið vitni að ósæmilegri hegðun geta einnig fyllt út eftirfarandi eyðublað til að koma tilkynningu/ábendingu á framfæri. Tilkynningin berst til allra meðlima skólaráðs. Skólaráð tekur mál til skoðunar eða beinir í réttan farveg. Allar tilkynningar sem berast í gegnum gáttina eru skráðar og skjalfestar í kerfi skólans.

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.