Upphafið – Inngangur og aðlögun

Kveikjur og kortlagning

Námskeiðið verður tvískipt.

Í upphafi hvers verkefnis er gott að skilja og skynja samhengi út frá ólíkum sjónarhornum. Hlín Helga mun stýra þriggja daga teymisvinnu þar sem þáttakendur munu kortleggja Flateyri með óhefðbundnum aðferðum og leggja upp í ferðalag í boði skynfæranna.

Seinni hluti námskeiðsins verður undir stjórn Ásthildar. Kynntar verða hugmyndir um lýðræði og hvaða hlutverki nemendahópurinn getur gegnt í lýðræðis samfélagi. Í lýðræðissamfélagi hafa þegnar rétt til að taka þátt í ákvörðunum sem snerta þjóðfélagið. Til að virkja lýðræðislega hugmyndafræði eru hugmyndir um sjálfbærni og fjölmenningu skoðaðar í tengslum við hugtakið. Til þess að lýðræði virki þurfum við að beita gagnrýnni hugsun.

Gagnrýnin hugsun merkir að við séum upplýst, að við getum séð hluti frá fleiri en einu sjónarhorni, að við veltum því fyrir okkur af hverju ákvarðanir eru teknar og hvaðan þær koma. Gagnrýnin hugsun gerir einstaklingum kleift að taka upplýstar ákvarðanir. Þátttakendur velta fyrir sér hverju þeir vilja breyta og hver staðan er í samfélaginu.

Lögð verður áhersla á að hver nemandi velti fyrir sér eigin væntingar, vonir og hindranir. Þátttakendur velta fyrir sér hvernig hægt er að yfirstíga það sem þeir óttast. Unnið verður út frá hugmyndafræði Paulo Freire og Augusto Boal. Markmið lotunnar er að undirbúa nemendur fyrir að nýta sér þá getu sem þeir hafa til aðgerða með því að viða að sér fjölbreyttum aðferðum á komandi skólaári.

Námskeiðið kenna Ásthildur Jónsdóttir og Hlín Helga Guðlaugsdóttir

https://lydflat.is/asthildur-jonsdottir/

https://lydflat.is/hlin-helga-gudlaugsdottir/