út í lífið

Út í lífið: Hvert skal ég?
Á námskeiðinu vinna nemendur í hópum að einstaklingsbundinni áætlun um það hvernig hver og einn getur sem best nýtt það sem lærst og áorkast hefur með veru í Lýðháskólanum. Hvað höfum við lært, hverju höfum við komist að um okkur sjálf? Hvaða leið get ég farið héðan? Nemendur greina eigin þarfir, styrkleika og veikleika, færni og aðstæður og marka sér stefnu hvert skal haldið og hvernig má tryggja að leiðin verði greið. Hvort sem um nýtt starf, nám eða stefnu í lífinu er að ræða fá nemendur stuðning frá hvor öðrum og kennara til að setja sér markmið og finna leiðir til að hrinda áætlun í framkvæmd.