Útihreysti

Útihreysti

Cold Therapy eða kuldaþjálfun hefur verið notuð um aldaraðir, allt frá munkunum í Himalaya fjöllunum til leikskólabarnanna í Rússlandi. Auknar vinsældir kuldaþjálfunar má þakka Wim Hof og öðrum biohackers” víðsvegar um heiminn. Þessar einföldu en öflugu æfingar beina þér strax inn að kjarnanum, sem er sönn tenging við huga, líkama og sál. Þessar æfingar fara með þig á hraðferð í átt að betri heilsu og bættri vellíðan. Með blöndu af meðvitaðri öndunartækni og einbeitingu opnast dyrnar að óendanlegum möguleikum.

Á þessu námskeiði munum við fara yfir:

  • Kuldaþjálfun, að ná stjórn við erfiðar aðstæður
  • Mikilvægi tengingu huga og líkama.
  • Öndun fyrir bættri heilsu
  • Köld böð/kaldar sturtur sem verkfæri fyrir bætta heilsu
  • Vísindin bakvið æfingarnar
  • Hópævintýri, úti í náttúrunni í lok námskeiðsins

Við deilum með ástríðu aðferð sem hefur hjálpað svo mörgum að umturna lífi sínu, þar á meðal okkur.

ANDRI

Fæddur í landi íss og elds, Ísland. Andri er lífsþjálfari (Life Coach) og sérfræðingur í „Cold therapy“ aðferðinni. Aðferð sem hefur haft mikil áhrif á Andra og gjörbreytt lífi hans. Andri sækir innblástur sinn í nútvitund, jóga, Movement and Cold Therapy og aðrar aðferðir. Andri hefur helgað líf sitt því að deila reynslu sinni með öðrum og leggur áherslu á að leiðbeina öðrum um heilsutengdar afleiðingar af Cold Therapy. Andri er viðurkenndur Wim Hof Method þjálfari.

Sú umbreyting sem orðið hefur á lífi Andra markaði upphafið og stofnun á fyrirtækinu ANDRI ICELAND hefur orðið fyrir Andri stofnaði og rekur ANDRI ICELAND https://www.andriiceland.com/

TANIT

Upprunalega frá landi sólar og hita, Spáni Tanit er lífsþjálfari (Life Coach), og sérfræðingur í „Cold therapy“ aðferðinni og jóga kennari sem sérhæfir sig í fornum aðferðum til sjálfsbetrunar, andlegrar og líkamlegra heilunar og bætingar á líkamlegri heilsu. Hún hefur margra ára reynslu úr fyrirtækjaheiminum þar sem hennar eigin reynsla af kulnun varð til þess að auka skilning hennar á mikilvægi jafnvægis í eigin lífi og til að styrkja tengingu hennar við eigin styrkleika. Hún blandar saman aðferðum jóga, fornra aðferða, líkamsþjálfunar og Cold Therapy. Tanit er viðurkenndur Wim Hof Method þjálfari.