vetrafjallamennska

Fjallamennska að vetri
Á námskeiðinu er markmiðið að gera nemendur hæfari til að stunda ferðamennsku og útivist af öryggi við erfiðar aðstæður að vetrarlagi. Farið er yfir ferðahegðun, ferða- og útivistarbúnað, mataræði á ferðalögum, veðurfræði, leiðaval og snjóhúsa- og neyðarskýlagerð. Þá er farið yfir það hvernig skal að bera sig að í fjalllendi og sérstaklega er farið yfir notkun ísaxar og mannbrodda. Að auki verður farið yfir almenn snjóflóðafræði, mat á snjóflóðahættu, fyrstu hjálp og félagabjörgun úr snjóflóðum. Stór hluti námskeiðsins fer fram utandyra þar sem kennari leiðir nemendur í gegnum æfingar sem miða að ofangreindu markmiði ásamt því sem nemendum býðst að fara í lengri og styttri ferðir með kennara og aðstoðarmönnum á skíðum, þrúgum eða á hefðbundinni göngu. Námskeiðið kenna Kristján Sveinsson og Anna Kristín Ásbjörnsdóttir.
Kristján Sveinsson
Anna Kristín Ásbjörnsdóttir