Viðbragðsáætlun við slysum og óhöppum

Viðbragðsáætlun við slysum og óhöppum

Við augljós lítilsháttar meiðsli er búið um sár og meiðsli og/eða nemanda leyft að jafna sig.

Í öðrum tilfellum en er haft samband við heilsugæslu og ráðum þeirra hlýtt.

Séu aðstæður metnar þannig að viðkomandi þarf að komast undir læknishendur en ekki talin nauðsyn á sjúkrabifreið er haft samband við skólastjóra (eða staðgengil skólastjóra) sem kemur nemanda undir læknishendur.

Þegar um er að ræða alvarlegri slys er farið eftir þessari áætlun:
1. Kallað er á hjálp; hringt á sjúkrabíl.
2. Kallað er eftir sjúkrakassa, skyndihjálp hafin (eða öðrum nærstöddum falin hún ef þekking þess er meiri).
3. Verið hjá nemanda þar til hjálp berst.
4. Sjá þarf um að tilkynning berist skólastjóra (eða staðgengil skólastjóra).
5. Skólastjóri (eða staðgengil skólastjóra) tilkynnir aðstandendum um atvikið og gefur heilsugæslu upplýsingar um aðstandendur.
6. Viðkomandi heilsugæsla eða sjúkrahús upplýsir aðstandendur um stöðu mála.
7. Skólastjóri (eða staðgengil skólastjóra) tilkynnir nemendunum um atvik og líðan nemanda.

Tilkynning til aðstandenda:

Alvarleg slys: Skólastjóri (eða staðgengil skólastjóra) tilkynnir aðstandendum um atvik

Minniháttar slys: Nemendur tilkynna aðstandendum sjálfir um atvik