Viðburðastjórnun

Viðburðastjórnun

Markmið námskeiðs er að gera nemendur færari í að skipuleggja, fjármagna og stýra viðburðum, eins og fundum, tónleikum, hátíðum, málþingum eða starfsmannaveislum. Áhersla er lögð á samþættingu hagnýtra og fræðilegra þátta viðburðastjórnunar og byggt er á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Komið verður inná mikilvægi liðsheildar við undirbúning viðburða. Undirstaða góðs skipulags er góð verkefnastjórn og farið verður í að gera áætlanir, hvernig koma á viðburði á framfæri, framkvæmd og eftirfylgni.

Námskeiðið kennir Grímur Atlason, viðburðahaldari og ráðgjafi

https://lydflat.is/grimur-atlason/