Viðburðastjórnun

Viðburðastjórnun

Markmið námskeiðs er að gera nemendur færari í að skipuleggja, fjármagna og stýra viðburðum, eins og fundum, tónleikum, hátíðum, málþingum eða starfsmannaveislum. Áhersla er lögð á samþættingu hagnýtra og fræðilegra þátta viðburðastjórnunar og byggt er á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.

Komið verður inn á mikilvægi liðsheildar við undirbúning viðburða.

Undirstaða góðs skipulags er góð verkefnastjórn og farið verður í að gera áætlanir, hvernig koma á viðburði á framfæri, framkvæmd og eftirfylgni.

Grimur Atlason, viðburðahaldari og ráðgjafi

Grímur er menntaður þroskaþjálfi en hefur verið viðloðandi tónlistarbransann sl. 35 ár. Hann byrjaði að spila í hljómsveitum en fór fljótlega að skipuleggja og halda tónleika. Grímur ferðaðist um heiminn með hljómsveitum og sinnti umboðsmennsku. Hann var bæjarstjóri í Bolungarvík og Dalabyggð og stýrði Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni frá 2010 til 2018.

Grímur hefur haldið ótal aðra viðburði af ýmsum stærðum og gerðum.