Lengd námskeiðs
1 vika
Lengd námskeiðs
1 vika
Á námskeiðinu verður tekist á við frumkraftinn sem í okkur býr. Hvaðan kemur hann? Hvað er það sem drífur okkur áfram? Hvernig tengjumst við sjálfum okkur og öðrum?
Í gegnum ýmsar samskiptaleiðir, leiki og spuna tengjumst við okkur sjálfum og hvert öðru og setjum okkur leikreglur fyrir samveruna sem er framundan.
Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Öll mæta með getu sína eins og hún er og unnið er þaðan.
Framför er markmiðið, ekki einhver einn áfangastaður.
Flestir læra betur ef það er gaman meðan á lærdómnum stendur.
Ársæll er af vestfirsku bergi brotinn. Borinn og barnfæddur Tálknfirðingur búsettur í Reykjavík, þar sem hann m.a. tekur á móti erlendum gestum og leiðir þá í sannleikann um íslenska sögu og matar-og drykkjarmenningu.
Ársæll lærði leiklist í The Commedia School í Kaupmannahöfn og stundar nám í Skapandi Greinum við Háskólann á Bifröst. Hann hefur í gegnum árin haldið fjölda námskeiða í tjáningu, framkomu og leiklist. Hann er annar eiganda framleiðslufyrirtækissins Arcus Films, ásamt eiginkonu sinni Marzibil Sæumndardóttur, en saman framleiða þau ýmis kvikmyndaverkefni og stofnuðu auk þess kvikmyndahátíðina Northern Lights Fantastic Film Festival. Þá sinnir hann enn leiklist og ýmsu viðburðarhaldi í hjáverkum.
Marzibil er vottaður markþjálfi og verkefna-, leiðtoga- og viðburðarstjórnandi. Hún lauk námi í kvikmyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hún starfar nú sem stundakennari. Marzibil á að baki gríðarlega víðtæka reynslu á mörgum sviðum en hefur að mestu einbeitt sér að kvikmyndagerð og -hátíðum undanfarin 15 ár, m.a með eiginmanni sínum í framleiðslufyrirtæki þeirra Arcus Films. Marzibil stýrði t.d. Stockfish kvikmyndahátíðinni í 7 ár og stofnaði í kjölfarið sína eigin hátíð, Northern Lights Fantastic Film Festival, ásamt fallegu samferðafólki.