Húsnæði fyrir nemendur

Lýðskólinn á Flateyri rekur tvo nemendagarða. Á báðum nemendagörðum eru þvottahús með þvottavélum, snúrum og þurrkurum. Innifalið í leigu er rafmagn, hiti og internet.

Hafnarstræti 29 (Stúdíóíbúðir)

Við Hafnarstræti 29 (nýir nemendagarðar) eru 14 stúdíóíbúðir. Hver íbúð er með ísskáp og sér baðherbergi. Stórt sameiginlegt eldhús/borðstofa er á jarðhæð.

Möguleiki er að tveir einstaklingar geti deilt stúdíóíbúð.

Eyrarvegur 8 (Einstaklingsherbergi)

Við Eyrarveg 8 (eldri nemendagarðar) eru 12 einstaklingsherbergi, fjögur baðherbergi, tvær stofur og tvö eldhús.

Lyklagjald

Við gerð og undirritun leigusamnings er innheimt lyklagjald sem fæst endurgreitt við skil á húsnæði sem skal vera í því ástandi sem tekið var við því.

Húsaleigubætur:

Einstaklingar með íslenska kennitölu geta sótt um húsaleigubætur til að niðurgreiða leiguna. Til þess þarf að uppfylla skilyrði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem eru t.a.m. að viðkomandi umsækjandi sé búsettur í íbúðarhúsnæðinu og sé þar með lögheimili, gerður sé leigusamningur til minnst þriggja mánaða, umsækjandi þarf auk þess að hafa náð 18 ára aldri.
Sótt er um húsaleigubætur á heimasíðu HMS.

Aðrir möguleikar

Ef nemendur vilja koma með fjölskylduna sína eða maka er hugsanlega hægt að leigja séríbúð.Hafðu samband við okkur ef þú óskar eftir aðstoð við að leigja eigin íbúð.