Svo miklu meira en bara skóli

Sæktu um

Svo miklu meira en bara skóli

Sæktu um

Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til að prófa hvað í þér býr? Viltu velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?

Við Lýðskólann á Flateyri ert þú, sem nemandi, í miðjunni. Þú fær stuðning frá kennurum, samfélagi nemenda og íbúa á Flateyri þar sem þekking, færni og hæfni nemenda verða til með þátttöku þeirra í verkefnum sem tengjast atvinnulífi, samfélagi og menningu.

Öðruvísi skóli

Lydskolinn_a_Flateyri-01 (002)

EITTHVAÐ FYRIR ÞIG?

Ungt fólk sem hefur nýlokið framhaldsskólaprófi velur gjarnan að fara í lýðskóla og fá þannig næði og tíma til að átta sig á styrkleikum sínum, veikleikum og vilja til frekara náms. Einnig er algengt að fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi sæki í lýðskóla og nýti þannig tækifæri sem þetta til að hefja nám á ný. Markmiðið er að fólk á öllum aldri geti dvalið í eina eða tvær annir við lýðskóla, kynnst nýjum stað og fólki, tekist á við ólík viðfangsefni og haft gagn og gaman af.

Hvað er að frétta?

Við auglýsum eftir nemendum næsta vetrar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir skólaárið 2021-2022 við Lýðskólann á Flateyri Skólaárið hefst um miðjan september 2021 og lýkur um miðjan maí 2022. Við höfum pláss fyrir rúmlega 30 nemendur við skólann og á heimavist skólans. Allir þeir sem náð hafa 18 ára aldri við upphaf skólaársins geta sótt um hér; https://lydflat.is/umsokn/, umsóknarfrestur er […]

Fallegt bréf frá fyrrverandi nemanda

Á dögunum fengum við ákaflega fallegt bréf frá fyrrverandi nemanda okkar Agli Breka Scheving. Þetta bréf veitti okkur mikla gleði og með hans leyfi viljum við deila þessum hjartnæmum orðum með ykkur: “Ég útskrifaðist úr Lýðskólanum á Flateyri núna í ágúst síðastliðinn, en útskriftinni var frestað frá maí alveg fram í ágúst vegna covid-19 faraldursins. Ég […]

Lýðskólanemendur að slá í gegn

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að fyrsta plata hljómsveitarinnar CELEBS er komin út. Hljómsveitina skipa þau Hrafnkelli Hugi, Valgeir Skorri og Katla Vigdís Vernharðsbörn, en Hrafnkell Hugi er fyrrum nemandi Lýðskólans. Á námstíma sínum gladdi Hrafnkell okkur oft með tónlist sinni og því er það einstaklega ánægjulegt að sjá hann blómstra […]

ELDRI FRÉTTIR