Frelsi - Þekking - Þroski

Lýðháskólinn á Flateyri

ÖÐRUVÍSI SKÓLI

Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til prófa hvað í þér býr? Viltu velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?

Við Lýðháskólann á Flateyri ert þú, sem nemandi, í miðjunni. Þú fær stuðning frá kennurum, samfélagi nemenda og íbúa á Flateyri þar sem þekking, færni og hæfni nemenda verða til með þátttöku þeirra í verkefnum sem tengjast atvinnulífi, samfélagi og menningu.

NÁNAR

EITTHVAÐ FYRIR ÞIG?

Ungt fólk sem hefur nýlokið framhaldsskólaprófi velur gjarnan að fara í lýðháskóla og fá þannig næði og tíma til að átta sig á styrkleikum sínum, veikleikum og vilja til frekara náms. Einnig er algengt að fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi sæki í lýðháskóla og nýti þannig tækifæri sem þetta til að hefja nám á ný. Markmiðið er að fólk á öllum aldri geti dvalið í eina eða tvær annir við lýðháskóla, kynnst nýjum stað og fólki, tekist á við ólík viðfangsefni og haft gagn og gaman af.

 • 31
 • 1
 • 29
 • 0
 • 71
 • 2
 • 21
 • 0
 • 40
 • 2
 • 35
 • 0
Hvað er að frétta?

Fundarboð aðalfundar 2019

Hér með er auglýstur aðalfundur Lýðháskólans á Flateyri laugardaginn 9. febrúar kl. 14:00 í Gunnukaffi. Dagskrá: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar lögð fram Reikningar lagðir fram til samþykktar Lagabreytingar Kosning stjórnar Önnur mál Allir velkomnir og heitt á könnunni. Nýir félagsmenn eru velkomnir og geta gengið í félagið á staðnum.         […]

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum

Við erum  virk á samfélagsmiðlum! Á Facebook og Instagram má fylgjast með því sem við erum að gera í okkar daglega lífi, innan sem utan skóla. Sköpunargleði, samvinna og endalaus ævintýr sem lýsa því vel sem við erum að fást við hér. Myndirnar tala vonandi sínu máli. Fylgstu með okkur: Á Facebook:  https://www.facebook.com/Lydhaskoli/ Á Instagram: […]

Við getum bætt við okkur 2-4 nemendum á vorönn 2019

Kennsla hófst við Lýðháskólann á Flateyri 20. september síðastliðinn með 29 nemendum á tveimur námsbrautum. Skólinn getur bætt við sig 1-2 nemendum á hvora námsbraut á vorönn. Á námsbrautinni Hafið, fjöllin og þú miðar námið að því að upplifa náttúruna á nýjan hátt með því  að ferðast um hana, vinna með hana, nýta hana og […]

ELDRI FRÉTTIR