Svo miklu meira en bara skóli

Sæktu um

Svo miklu meira en bara skóli

Sæktu um

Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til að prófa hvað í þér býr? Viltu velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?

Við Lýðskólann á Flateyri ert þú, sem nemandi, í miðjunni. Þú fær stuðning frá kennurum, samfélagi nemenda og íbúa á Flateyri þar sem þekking, færni og hæfni nemenda verða til með þátttöku þeirra í verkefnum sem tengjast atvinnulífi, samfélagi og menningu.

Lydskolinn_a_Flateyri-01 (002)

EITTHVAÐ FYRIR ÞIG?

Ungt fólk sem hefur nýlokið framhaldsskólaprófi velur gjarnan að fara í lýðskóla og fá þannig næði og tíma til að átta sig á styrkleikum sínum, veikleikum og vilja til frekara náms. Einnig er algengt að fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi sæki í lýðskóla og nýti þannig tækifæri sem þetta til að hefja nám á ný. Markmiðið er að fólk á öllum aldri geti dvalið í eina eða tvær annir við lýðskóla, kynnst nýjum stað og fólki, tekist á við ólík viðfangsefni og haft gagn og gaman af.

Hvað er að frétta?

Fundarboð aðalfundar 2021

Fundarboð aðalfundar 2021 vera á
fimmtudaginn 19. júní kl: 15:00 á Gunnukaffi Hafnarstræti 11.

Útskrift 2021

Útskrift Lýðskólans á Flateyri fór fram í dag, 1. maí í þriðja sinn frá stofnun skólans. 32 nemendur útskrifuðust frá skólanum að þessu sinni, 17 af námsbrautinni Hafið, fjöllin og þú og 15 af námsbrautinni Hugur, heimurinn og þú.

Við höfum hlotið viðurkenningu Menntamálastofnunar fyrstur lýðskóla á Íslandi

Við hlutum í gær viðurkenningu Menntamálastofnunar skv. lögum um lýðskóla. Er þetta í fyrsta sinn sem lýðskóli fær slíka viðurkenningu hérlendis. […]

ELDRI FRÉTTIR