Skólinn

Skólinn

Lýðskólinn á Flateyri býður þér tækifæri til að þroskast og læra í nánu samneyti við aðra nemendur og íbúa á Flateyri. Þú kynnist nýjum hliðum á þér og hefur tíma til að átta þig á styrkleikum þínum og reyna þig í aðstæðum og verkefnum sem þér hafði ekki dottið í hug að reyna við.

Við Lýðskólann á Flateyri mætast, himinn og jörð, framtíðarsýn og staðreyndir. Hér kynnist fólk og þroskast. Þú aflar þér þekkingar og nýrrar hæfni þú með því einfaldlega að prófa. Og gera. Með því að vera með öðrum. Innsýn, reynsla og færni verður til með sjálfsskoðun, samvinnu og forvitni.