Skólagjöld

Skólagjöld:

Skólagjöld fyrir hvora önn eru 350.000,- kr.

Innifalið í skólagjöldum er:

  • Morgunmatur alla virka daga á meðan skólastarf er í gangi (ekki í haust-, vetrar-, jóla- eða páskafríi).
  • Hádegismatur alla virka daga á meðan skólastarf er í gangi (ekki í haust-, vetrar-, jóla- eða páskafríi).
  • Allt efni og afnot af sértækum búnaði sem þarf í námið.

Leiga:

Stúdíóíbúð: 110.000 kr á mánuði.

Einstaklingsherbergi: 70.000 kr á mánuði.

Greiðslufyrirkomulag skólagjalda

Staðfestingargjald: 50.000,- ekki seinna en tveimur vikum eftir staðfestingu á skólavist.*

Skólagjöld eru greidd fyrir hvora önn fyrir sig.**

*Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

**Í síðasta lagi 1. september (fyrir haustönn) og 15. desember (fyrir vorönn) til að eiga víst skólapláss. Einnig má semja um greiðsludreifingu fyrir sama tíma.

Styrkmöguleikar

  • Húsnæðisbætur – Húsnæðisbætur eru greiddar út mánaðarlega og er upphæð háð ýmsum breytum, sjá nánari upplýsingar á hms.is.
  • Stéttarfélög – Starfsmenntasjóðir stéttarfélaga styrkja að öllu jöfnu meðlimi sína til náms við lýðskóla, að frádregnum gisti- og uppihaldskostnaði. Nánari upplýsingar fást hjá stéttarfélögum.
  • Sveitarfélög – mörg sveitarfélög bjóða upp á styrki til menntunar. Kannaðu málið hjá þínu sveitarfélagi.
  • Námsmanna- og ungmennaþjónustur auglýsa árlega eftir umsóknum um námsmannastyrki. Nánari upplýsingar fást hjá viðskiptabanka hvers og eins umsækjanda.