Skógurinn

Lengd námskeiðs

1 vika

Lengd námskeiðs

1 vika

Skógurinn

Markmið námskeiðs
Að nemendur kynnist töfrum skógarins, kynnist möguleikum til uppbyggingar mannvirkis í skógi, og öðlist þjálfun í samvinnu við afmarkað verkefni úti í skógi.
Námskeiðslýsing

Á fyrsta degi er kynning á skógum til útivistar og ýmsum möguleikum velt upp. Í kjölfarið er farið í skoðunarferð í nærliggjandi skóg og metið hvaða verkefni eigi að vinna að það sem eftir er vikunnar. Þá er mannvirki hannað og það smíðað eða byggt upp. Unnið er að uppbyggingunni þessa viku og í lokin er íbúum og velunnurum boðið til að skoða mannvirkið. Verkefni geta til dæmis veriðgöngustígur/ar, tröppur, skýli, eldstæði, bekkir, brú, leiktæki, áningarstaðir o.s.frv.

Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Að nemendur fái tækifæri til að vinna með sköpunargleðina utandyra með skóg sem meginviðfangsefni.

Bjarki Sigurðsson

Stofnandi Náttúruskólans og skógarhöggsmaður

Bjarki starfar hjá Skógræktinni. Er einn af stofnendum og aðalleiðbeinendum Náttúruskólans. Hlutverk Náttúruskólans er að efla börn og ungmenni til umhyggju og árvekni gagnvart sjálfum sér og náttúrunni og bjóða upp á áskoranir og skapandi tækifæri til reynslunáms. Áhersla skólans er á útivist, átthagafræðslu, heilbrigðan lífsstíl, sjálfseflingu, samskipti og samvinnu og er unnið með börnum frá efstu deildum í leikskóla og upp á framhaldsskólastig.
Unnið er bæði í samstarfi við skóla en einnig á tómstundagrunni.

Bjarki hefur einnig verið útivistar- og hjólreiðaþjálfari hjá Ungmennafélaginu Þristi í fjölda ára og starfaði sem foringi hjá Skátafélaginu Héraðsbúum 2010 til 2015. Hann hefur einnig verið aðstoðarkennari á mörgum tálgunarnámskeiðum með Ólafi heitnum Oddssyni tálgunarkennara.