Lengd námskeiðs
3 dagar
Lengd námskeiðs
3 dagar
Tökum umræður um samstarf og samskipti og lærum að búa saman, sjálfstæð, í sátt og samlyndi.
Nemendur fá kynningu á helstu þáttum heimilishalds. Rætt verður um hagkvæm innkaup, þrif á húsnæði og umgengni, hvernig skuli flokka rusl, setja húsreglur og þrifaplön, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður áhersla á ýmiss konar hópefli til að hrista hópinn saman, kynnast og læra að bera virðingu hvert fyrir öðru.
Farið verður í gönguferðir um þorpið þar sem nemendum eru kynntir helstu staðhættir, sem og afþreying sem er í boði í þorpinu. Hópurinn fer saman á Ísafjörð þar sem farið er í gönguferð um miðbæinn og helstu staðhættir kynntir.
Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Kunna á þvottavél, uppþvottavél, eldunartæki. Þekkja helstu staðhætti á Flateyri og Ísafirði