Grafísk hugsun

Lengd námskeiðs

2 vikur

Lengd námskeiðs

2 vikur

Grafísk hugsun

Markmið námskeiðs
Inngangur að grafískri hönnun. Við kynnumst algengustu birtingarmyndum grafískrar hönnunar, aðferðum, verklagi og sögu.
Námskeiðslýsing

Í fyrri hluta námskeiðsins skoðum við grundvallarþætti grafískrar hönnunar og hvernig þeir nýtast til að miðla hugmyndum, málefnum, innihaldi og tilfinningum. Seinni hluti námskeiðsins er tileinkaður einstaklingsverkefni nemenda undir leiðsögn kennara. Verkefnið er valið í samráði við kennara með áhugasvið nemenda í huga.

Steinar Júlíusson

Hreyfihönnuður og kvikmyndagerðarmaður

Steinar er hreyfihönnuður og kvikmyndagerðarmaður búsettur í Reykjavík.  Hann hefur starfað hjá ýmsum auglýsingastofum um árabil, til dæmis Brandenburg. Með þeim hefur hann hlotið verðlaun á hönnunarverðlaunahátíð FÍT og markaðsverðlaun ÍMARK fyrir herferðir hjá meðal annars NOVA og Krónunni. Sem sjálfstætt starfandi hreyfihönnuður hefur hann unnið ýmis verkefni á erlendri grundu. Til dæmis fyrir SAS, Absolut Vodka og H&M. Hérlendis hefur hann tekið að sér verkefni fyrir Unicef, Umhverfisstofnun og Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt.

Hann hefur einnig látið að sér kveða í starfi sínu sem hreyfihönnuður í sviðsmynd með atvinnuleikhúsunum hér á landi. Þar má nefna Ástu í leikstjórn Ólafs Egils Ólafssonar í Þjóðleikhúsinu og Ég dey sem Benedikt Erlingsson leikstýrði.

Undanfarin ár hefur Steinar hefur tekið að sér stundarkennslu hjá ýmsum stofnunum, svo sem Iðunni fræðslusetri og Listaháskóla Íslands.