Einleikjasmiðja

Lengd námskeiðs

1 vika

Lengd námskeiðs

1 vika

Einleikjasmiðja

Markmið námskeiðs
Að kynna hið einstaka einleikjaform og fjölbreytileika þess. Að neminn geti sjálfur fetað einleikjaveginn bæði með því að semja sína eigin einleiki frá A til Ö og setja leikinn á svið.
Námskeiðslýsing

Grunnur hvers einleiks er leikpersónan sjálf. Því verður í upphafi farið í persónusköpun hvar spuni verður í aðalhlutverki. Þaðan verður einleikjasagan kynnt í tali og máli með sérstakri áherslu á hin einstöku vestfirsku listapparöt Kómedíuleikhúsið og Act alone einleikjahátíðina. Loks munu allir fá að glíma við að semja sinn eigin einleik sem mun svo verða settur á svið. Miðað er við að þá verði um að ræða stutta einleiki, jafnvel öreinleiki.

Elfar Logi Hannesson

Leikstjóri og leikari

Elfar Logi er velvirkur Bílddælingur búsettur á Þingeyri og hefur starfað sem leikari síðan 1997. Hann stofnaði Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús Vestfjarða ásamt eiginkonu sinni Marsibil G. Kristjánsdóttur árið 2001. Þremur árum seinna stofnuðu þau Act alone einleikjahátíðina sem enn starfar og er lang elsta leiklistarhátíð landsins. Elfar Logi hefur auk leikhússtarfa unnið sem blekbóndi ritað fjölda leikrita, barnabóka og fræðibóka um vestfirska leiklist í haust er væntanleg bók hans Leiklist á Ísafirði.