Lengd námskeiðs
2 vikur
Lengd námskeiðs
2 vikur
Tilgangurinn námskeiðsins er að efla nemendur til að raungera hugmyndir sínar og spreyta sig á kvikmyndaforminu. Jafnframt verður reynt að vekja áhuga þeirra á kvikmyndagerð og sjá hvaða styrkleika þaugætu haft sem nýtast innan starfsgreinarinnar. Þau fá leiðsögn um hina ýmsu þætti kvikmyndagerðar, þar á meðal handritsgerð, myndatöku, leikstjórn og klippingu.
Álfheiður Marta er leikstjóri, aðstoðarleikstjóri og framleiðandi frá Reykjavík. Hún vann sig upp í framleiðslu á innlendum og erlendum verkefnum hjá Sagafilm áður en hún fór að leikstýra tónlistarmyndböndum í frítíma sínum. Álfheiður hefur starfað sem leikstjóri í auglýsingageiranum frá 2018 og unnið fyrir kúnna á borð við Icelandair, TM, Landsvirkjun og Íslandsbanka. Hún hefur hlotið þónokkrar tilnefningar til Lúðursins fyrir almannaheillaauglýsingar á borð við Bleiku Slaufuna, Sjúk Ást og SÍBS.
Álfheiður hefur einnig mikla reynslu í sjónvarpi en hún hefur aðstoðarleikstýrt sjónvarpsseríum á bor við Vitjanir, Aftureldingu og Svörtu Sanda. Þá hefur hún komið að dagskrárgerð sem leikstjóri og framleiðandi með sjónvarpsseríunum Vinátta(2018) og Mannflóran(2023). Hún hlaut tilnefningu til Edduverðlaunanna fyrir heimildarþáttinn Lesblindu árið 2020. Álfheiður lauk nýverið leikstjórn á tveimur þáttum í sjónvarpsseríu Baldvin Z, Svörtu Sandar II með Glassriver.