Listin að mistakast

Lengd námskeiðs

2 vikur

Lengd námskeiðs

2 vikur

Listin að mistakast

Markmið námskeiðs
Á námskeiðinu fá nemendur innsýn í skapandi ferli sem byggir á því að mistök séu ekkert til að hræðast heldur geti þvert á móti verið skapandi og gefandi.
Námskeiðslýsing

Meðan á námskeiðinu stendur vinna nemendur að fyrirlestri/sýningu/innsetningu sem unnin verður í hópum eða sem einstaklingar, allt eftir því hvernig okkur líður.

Námskeiðið endar á því að þátttakendur flytja kynningu/fyrirlestur/sýningu/innsetningu fyrir áhorfendur. Námskeiðið getur nýst sem leiðarljós í skapandi vinnu og losað fólk við að hræðast mistök og að þau séu miklu frekar til ýmissa hluta nytsamleg.