Sjónræn sviðsetning

Lengd námskeiðs

2 vikur

Lengd námskeiðs

2 vikur

Sjónræn sviðsetning

Markmið námskeiðs
Að kynna grímugerð og grímuleik auk þess að fá innsýn í sögu grímulistarinnar. Að hver og einn geti haldið áfram sinni grímurannsókn bæði við leik og gerð á grímum.
Námskeiðslýsing

Nemendur fá að spreyta sig á grímuleik og ýmsum tegundum af grímum. Saga grímulistarinnar verður rakin í tali og máli. Loks gera allir sínar eigin grímu.

Marsibil G. Kristjánsdóttir

Listakona

Marsibil er listakona frá Þingeyri og hefur lagt stund á fjöldamargt. Hún hefur haldið fjölda myndlistarsýninga og hin síðustu ár hafa sýningar hennar er hafa tengingu við gull og gersemi hinnar vestfirsku fjöru vakið verðskuldaða athygli. Um er að ræða sérstakar skeljaverur sem eru postulínsdúkkur, fundnar á mörkuðum, sem hún klæðir skeljum, kufungum og öðrum fjörugullum. Marsibil stofnaði ekki aðeins Kómedíuleikhúsið heldur hefur hún verið bæði aðal leikmynda, grímu- og brúðugerðameistari leikhússins auk þess að leikstýra fjölda sýninga. Marsibil hefur myndskreytt fjölda bóka nú síðast barnabókina Matti saga af drengnum með breiða nefið.

Elfar Logi Hannesson

Leikstjóri og leikari

Elfar Logi er velvirkur Bílddælingur búsettur á Þingeyri og hefur starfað sem leikari síðan 1997. Hann stofnaði Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús Vestfjarða ásamt eiginkonu sinni Marsibil G. Kristjánsdóttur árið 2001. Þremur árum seinna stofnuðu þau Act alone einleikjahátíðina sem enn starfar og er lang elsta leiklistarhátíð landsins. Elfar Logi hefur auk leikhússtarfa unnið sem blekbóndi ritað fjölda leikrita, barnabóka og fræðibóka um vestfirska leiklist í haust er væntanleg bók hans Leiklist á Ísafirði.