Lengd námskeiðs
2 vikur
Lengd námskeiðs
2 vikur
Námskeiðið er einstaklingsmiðað og kennari vinnur náið með hverjum og einum hvort sem nemandinn hefur áhuga á listrænni ljósmyndun, tískuljósmyndun, portrait, heimildarljósmyndun eða þessu öllu.
Áhersla er lögð á að vinna með og nýta það sem til er í umhverfi okkar á Flateyri. Kennarinn leggur áherslu á að brjóta reglur, tilraunir og leikgleði. Það þarf ekki flóknar græjur eða flott myndver til að skapa, heldur góðar hugmyndir, hugrekki og það að þora einfaldlega að framkvæma.
Isley er þýsk/amerískur ljósmyndari og myndbandsgerðarkona. Isley vinnur út um allan heim; fyrst og fremst á skipum á heimskautasvæðum að mynda leiðangra, náttúrverndarstarf og vísindarannsóknir. Þegar hún er ekki úti á sjó, finnurðu hana á Vestfjörðum eða í Montana, þar sem hún býr til skiptis.