Á námskeiðinu kynnast nemendur ýmsum textílaðferðum og textílhönnuðum. Farið er í grunninn á ýmiskonar handavinnu svo sem prjóni, hekli, útsaum, sníðagerð, vélsaum og fataviðgerðum. Að loknu námskeiði ættu nemendur að geta verið búnir að klára einhverskonar verk, hvort sem það er prjón, útsaumur, hekl eða annað.