Fjallamennska 1

Lengd námskeiðs

2 vikur

Lengd námskeiðs

2 vikur

Fjallamennska 1

Markmið námskeiðs
Að nemendur dýpki þekkingu sína á ferðamennsku allan ársins hring.
Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu fá nemendur dýpri kennslu í öllum grunnatriðum fjallamennsku á Íslandi allan ársins hring. Markmiðið er að gera nemendur hæfari til að stunda fjallamennsku og útivist af öryggi og á eigin vegum. Farið er yfir ferðahegðun, ferða- og útivistarbúnað, mataræði á ferðalögum, veðurfræði, leiðaval og rötun. Áhersla er á örugga ferðamennsku með áherslu á góðan undirbúning. Farið verður yfir helstu hættur og nemendum kennd undirstöðuatriði í lestri á landslagi, sem og umhverfisvitund.

Stór hluti námskeiðsins fer fram utandyra þar sem kennari leiðir nemendur í gegnum æfingar sem miða að ofangreindu markmiði ásamt því sem nemendur fara í lengri og styttri ferðir með kennara og aðstoðarmönnum. Farið verður í nokkrar dagsgönguferðir á stórÖnundarfjarðarsvæðinu auk einnar gönguferðar þar sem gist verður í tjaldi.

Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Í lok námskeiðs eiga nemendur hafa öðlast dýpri reynslu af stuttum gönguferðum, geta valið útbúnað og hafa almenna þekkingu á grunnþáttum útivistarlífstíls, allan ársins hring. Geta undirbúið sig og stundað ferðamennsku á eigin vegum. Eftir námskeiðið á nemandinn að geta nýtt sér áttavita og kort við rötun auk þess að vinna með GPS-tæki.

Ólafur Þór Kristinsson

Leiðsögumaður og leiðbeinandi

Óli er alinn upp undir Eyjafjöllum á sveitabæ, byrjaði að leiðsegja á Sólheimajökli 2012 og hefur síðan þá stundað fjallamennsku og klifur að miklu kappi. Hann fór til Canada 2017 á 3 mánaða námskeið til að læra betur að skíða og klifra, hefur ferðast víða til þess að klifra til að mynda í Noregi, Frakklandi, Grænlandi, Spáni, Grikklandi og svo framvegis. Óla finnst ekkert skemmtilegra en að klifra ís og kletta!