Markmið námskeiðsins er að sameina ljósmyndun og útivist.
Námskeiðslýsing
Á námskeiðinu er ljósmyndun og útivist sameinuð. Nemendur fá innsýn í þau tæknilegu og listrænu atriði sem huga þarf að þegar taka á ljósmyndir í stórbrotinni náttúru Önundarfjarðar og nágrennis.
Nemendur læra um mismunandi atriði tengd þeim tækjabúnaði og aðferðum sem beitt er við ljósmyndun, hvort sem er með hefðbundnum myndavélum eða myndavélum í símum og læra að nýta sér þá tækni og möguleika sem nota má hverju sinni. Nemendur fá einnig kennslu og þjálfun í grunntækni í myndvinnslu og í því hvernig miðla má myndefni með árangursríkum hætti.
Verkefni og vettvangsferðir í náttúrunni leika stórt hlutverk á námskeiðinu.
Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Að nemandi kunni grunn í náttúruljósmyndun, geti fangað náttúruna í gegnum linsuna á myndavél eða síma.
Ágúst G. Atlason
Ljósmyndari og margmiðlunarhönnuður
Ljósmyndun er vinna og aðal áhugamál Gústa, en hann hefur ferðast mikið um Vestfirði og tekið ógrynni af myndum af fallegri náttúru þeirra. Gústi stundar sitt lítið af hverju í mótorsporti og tvinnar ljósmyndunina við og notar t.d. snjósleða til að komast á hæstu tinda og mynda. Gústi er hreinræktaður Vestfirðingur.