Skíðavika

Lengd námskeiðs

1 vika

Lengd námskeiðs

1 vika

Skíðavika

Markmið námskeiðs
Að nemendur öðlist grunnfærni í göngu- og svigskíðamennsku.
Námskeiðslýsing

Þetta námskeið er hvort sem er fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref eða þau sem kunna eitthvað og vilja rifja upp gamla takta. Farið verður yfir alla helstu grunntækni í skíðamennsku og haft gaman af.

Bæði er kennt á göngu og svigskíði en það fer alfarið eftir færð og aðstæðum á skíðasvæði Ísafjarðabæjar hvort áherslan verði á göngu eða svig.

Einnig verður kennslutíminn miðaður við opnunartíma á svæðunum, þannig að oft verður farið um hádegi og skíðað fram á kvöld.

Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Að nemandi hafi öðlast sjálfstraust til að stunda skíðamennsku og læri grunnþætti eins og að beygja, stoppa og ýta.